Fyrir 2
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 2 mín
Þessi kemur svo sannarlega á óvart. Ég er farin að nota kjúklingabaunir í allskonar og þegar ég rakst á þennan varð ég að prófa hann og vá hvað ég get mælt með honum. Þetta er mjög stór uppskrift þannig að 2 er málið. Svo mætti gera hann aðeins þykkari og nota sem berjaskál í staðinn fyrir smoothie.
Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið vel saman. Berið fram í glasið eða í skál ef þykkari og þá er tilvalið að skreyta hana með berjum, granola eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Ég hef líka notað frosin hindber sem gengur fínt.