Fyrir 1
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín
Ég geri þennan oft fyrir ræktina ef ég er tímabundin og hef lítinn tíma fyrir morgunmat eftir ræktina
Öllu nema mangó hrært saman ì krukku. Mér finnst gott að setja vanilluna á eftir mjólkinu svo það blandist betur. Þegar þetta er vel blandað saman þá bæta við mangó og blanda vel saman. Geymt inn í ísskáp. Mér finnst þetta best eftir ca 2 tíma þá er mangóið ennþá frosið og þetta verður eins og bragðarefur. Einnig má geyma í allt að sólarhring og þá líkist þetta meira hefðbundnum Chiagraut. Mér finnst mjög gott að toppa þetta með möndlusmjöri, kókosflögum og ferskum berjum/mangó.