Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Canellibaunasnakk

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 30 mín

Ég ákvað að prófa þetta um daginn. Þetta trompar alveg snakk og svo er þetta frábært til að henda yfir omelettur og salöt. Ég gerði einfalda uppskrift en næst mun ég gera amk tvöfalda. Núna notaði ég salt, pipar og papriku en ég sé fyrir mér að það gæti verið gott að nota laukkrydd og rósmarín, prófa það næst.

1. Ofninn hitaður í 180°C

2. Baunirnar eru settar í skál ásamt olíu og krydd. Blandað vel saman og sett á bökunarplötu.

3. Bakað í 30 mín, fínt að stilla tímannn á 15 mínútur til að hræra í þeim þannig að þær bakist jafnar.

4. Sett í krukku og falið fyrir öðrum heimilismeðlimum ef þú vilt eiga hana lengur en eitt kvöld.

MACROS:

Úr einni dós sem er ca 120 fékk ég 103 gr. Ég ákvað að telja ekki olíuna þar sem það er svo mismunandi hvað fólk notar mikið þannig að án olíu er þetta fyrir 10 gr, skammt

10 gr. skammtur:

Kalóríur: 8 - Kolvetni: 1,5 gr, Fita: 0 gr. Prótein: 0,5 gr. Trefjar: 0,6 gr.

103 gr. skammtur:

Kalóríur: 79 - Kolvetni: 15,1 gr, Fita: 0 gr. Prótein: 05,5 gr. Trefjar: 6,3 gr.