Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 10 mín
Frábært meðlæti með bæði kjöti og fiski. Hentar vel í asískan mat.
1. Olía hituð á stórri pönnu 2. Marinering er undirbúin: Sojasósa, tamarisósa og sesamolía er hrært saman og smá salt bætt út í.
3. Bok choy er skorið í helminga langsum.
4. Sykurbaunir eru skornar í helminga (ef þær eru mjög stórar).
5. Vorlaukur er skorinn í bita og hvítlaukur fínsaxaður.
6. Bok choy sett fyrst á pönnuna og flati endinn látinn snúa niður og sú hlið látin brúnast.
7. Þegar hliðin er búin að brúnast er því snúið við og sykurbaunum og vorlauk bætt útí, ásamt salti og pipar.
8. Allt steikt saman í 2-3 mínútúr og síðan er hvítlauk, sesamfræ og chiliflögum bætt út í og látið malla í 2-3 mínútur og þá er marineringunni hellt út í og látið malla í 2 mínútur.
Þetta er frábær réttur sem meðlæti með flestu kjöti. Hentar vel með asískum réttum. Hann er pínu sterkur þannig að til að milda hann er þá einfalt að sleppa chiliflögum.