Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Blómkálspizza

Fyrir 1

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 25 mín

Þetta er virkilega góð pizza sem er gott að grípa til þegar þú vilt vera með í föstudagspizzunni nú eða einhvern annan dag :)

1. Ofninn hitaður 225°C.

2. Blómkálið er maukað mjög smátt í matvinnsluvél og salti blandað saman við (í skálina) og látið standa í 10 mínútúr.

3. Maukið er sett í sigti (ég nota viskustykki) og látið síast í gegn. – Mér finnst best að vinda upp á þar til það hættir að leka. Það er gífurlega mikilvægt að ná sem mestu vökva úr svo að botninn verði ekki of blautur. 4. Maukið sett í skál og kryddað (eftir stuði hvers og eins, sjá tillögu að ofan).

5. Maukið sett á bökunarpappír. Mér finnst best að nota fjölnota, þá er auðveldara að ná henni af eftir bakstur.

6. Best að fletja þetta bara út með höndunum og gera fallegan jafnan hring. 7. Pizzan bökuð í 15 mínútur og látin kólna. Síðan er hráefnið sett á.

Fyrir pizzasósu nota ég sykurlaust pesto eða bruchetta eða hvað ég á hverju sinni. Ef ég er extra dugleg þá á ég auðvitað heimagerð pesto Ég nota heilmikið ofan á mína. Tómatar, brokkoli, rauðlaukur, paprika, 3 döðlur, furuhnetur og hálft epli – Pizzan er bökuð í 9-11 mínútur og svo hleð ég allskonar ofan á hana td. bláber, macademiuhnetur, vaxaspírur, jarðarber, hindber, brómber, ferska basilblöð og granatepli og loks toppa með smá basilolíu.