Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Blómkálsklattar

1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín

Ég prófaði þetta þegar mig vantaði upp á prótein og langaði í eitthvað fljótlegt og gott. Fannst þetta mjög gott þegar ég var búin að setja yfir möndlusmjör, jarðarber og hnetukurl og held hreinlega að þetta myndi virka líka vel með rjóma og sultu ef þú ert í þannig gírnum. Amk gott til að grípa í og ég á eftir að prófa allskonar útgáfur. Setti macros bæði með og án toppings en auðvitað má breyta því allskonar.

Set blómkál og egg í blandarann og blanda þar til þetta er orðið að pönnukökudeigi. Þú getur kryddað þetta eins og vill. Ég setti salt, pipar og dill bara af því að ég setti það á eggjakökurnar mínar. Mæli með að leika sér með þetta. Búnir til 3 klattar og steikt á pönnu. Sett á disk og toppað með möndlusmjöri, jarðarberjum og hnetukurli (þarna vantaði mig fitu og því valdi ég þetta meðlæti)

MACROS SAMKVÆMT MFP (án meðlætis)

Kalóríur: 154 - Kolvetni: 3,3 gr, Fita:9,0 gr. Prótein: 14,1 gr. Trefjar: 0 gr.

MACROS SAMKVÆMT MFP (miðað við meðlætið)

Kalóríur: 285 - Kolvetni: 10,4 gr, Fita:20,0 gr. Prótein: 16,8 gr. Trefjar: 0,9 gr.