Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Bláberjaostakaka

Undirbúningstími: 20 mín / Eldunartími: 20 mín

Þetta er algjört uppáhalds Viktors Loga þannig að ég geri hana reglulega. Finnst ágætt að gera eina og hálfa uppskrift þar sem hún endist ágætlega inn í ísskáp. Ég þarf að passa að blanda hneturnar ekki of lengi þar sem þá fer þetta allt í mauk.

Mæli með að byrja á Bláberjamaukinu og láta það kólna. Nauðsynlegt að hræra reglulega í því og fylgjast með. Fannst ég þurfa að hafa fullan fókus á því máli.

Bláberjamauk: Öll hráefni sett í pott og eldað á hægum hita þar til allt er komið í eitt mauk. Nauðsynlegt að hræra reglulega í. Sett til hliðar og látið kólna.

Botninn: Allt sett saman í matvinnsluvélina og blandað saman í max 1 mínútu (fer eftir vél). Passa að þetta verði ekki of lengi þar sem þá verða hneturnar að klessu og botninn verður alltof mjúkur. Sett í form og þjappað vel. Fínt að skella botninum í kæli á meðan fyllingin er búin til.

Fyllingin: Allt nema kakósmjörið sett í blandara og blandað í ca 60 sek. Brætt kakósmjör hellt út í á meðan blandarinn er í gangi og hrært vel saman.

Fyllingin er sett ofan á botninn. Þá er bláberjamaukið sett ofan í doppum og hrært saman við fyllinguna. Sett inn í ísskáp í amk 2 tíma þar til fyllingin er orðin þétt eins og ostakaka. Upphaflega uppskriftin segir fryst í 4 tíma. Ég hef aldrei nennt því og það hefur ekki komið að sök. Mjög gott að gera fram með ferskum bláberjum.

Kakan er 852 gr þannig að ég skrái hana inn í MFP sem 852 skammta og svo er bara að velja réttan þyngd

100 gr: Kaloríur: 469- Kolvetni: 22 gr. - Prótein: 8,8 gr. - Fita: 37,6 gr. - Trefjar: 5 gr.

Macros fyrir heila köku samkvæmt MFP:

Kaloríur: 3.997- Kolvetni: 187,7gr. - Prótein: 75gr. - Fita: 320,7gr. - Trefjar: 42,8 gr.

Ég fann uppskriftina hérna (mun fallegri myndir)