Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Bláberjaostakaka

Undirbúningstími: 20 mín / Eldunartími: 20 mín

Þetta er algjört uppáhalds Viktors Loga þannig að ég geri hana reglulega. Finnst ágætt að gera eina og hálfa uppskrift þar sem hún endist ágætlega inn í ísskáp. Ég þarf að passa að blanda hneturnar ekki of lengi þar sem þá fer þetta allt í mauk.

Bláberjamauk: Öll hráefni sett í pott og eldað á hægum hita þar til allt er komið í eitt mauk. Nauðsynlegt að hræra reglulega í. Sett til hliðar og látið kólna.

Botninn: allt nema döðlur sett saman í matvinnsluvél og blandað saman í 1-2 mínútur. Styttra er líklega betra. Döðlum bætt út í og blandað í 30-60 sek. Næst ætla ég reyndar að prófa að blanda allt saman og sjá hvað gerist. Sett í form og þjappað vel.

Fyllingin: Allt nema kakósmjörið sett í blandara og blandað í ca 60 sek. Brætt kakósmjör hellt út í á meðan blandarinn er í gangi og hrært vel saman.

Fyllingin er sett ofan á botninn. Þá er bláberjamaukið sett ofan í doppum og hrært saman við fyllinguna. Sett inn í ísskáp í amk 2 tíma þar til fyllingin er orðin þétt eins og ostakaka. Upphaflega uppskriftin segir fryst í 4 tíma. Ég hef aldrei nennt því og það hefur ekki komið að sök. Mjög gott að gera fram með ferskum bláberjum.

Ég fann uppskriftina hérna (mun fallegri myndir)