Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Bláberjabombur

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín

Þessar eru algjört nammi en að mestu sykurlausar. Þetta er uppskrift í vinnslu þannig að næst mun ég líklega helminga hana ef þetta er bara til heimilisnota, fékk aðeins of mikið af bitum úr þessari og líka helminga Agavesýrópið þar sem mér fannst hún full sæt. Það er hægt að prófa allskonar samsetningar á þessu.

Graskersfræ og granateplafræ

Fyrir krakkana bara bláber og venjulegt súkkulaði

1. Hræra öll súkkulaðihráefnin vel saman í skál

2. Hræra heslihnetum, kóksósmjöli og söxuðum kashewhnetum saman við

3. Blanda bláberjum varlega saman við

4. Setja í lítil múffuform en láta ná vel uppfyrir

5. Kæla í ísskáp í a.mk. 2 klukkustundir