Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Bananapannsa

1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín

Þetta er frábær réttur ef þú vilt eitthvað hrikalega gott og fallegt. Ég nota þetta mikið um helgar í kaffinu þar sem ég æfi fastandi og fyrsta máltíðin er ekki fyrr en í hádeginu og því þarf ég eitthvað saðsamt og gott í kaffinu. Þetta er mitt helgarsukk.

1. Ég hita pönnuna á meðalhita og set olíu á.

2. Stappa banana og hræri 2 egg út, smá vanilludropar og salt eftir smekk.

3. Helli blöndunni á meðalheita pönnu. Þarna er lykilatriði að hafa pönnuna ekki of heita, t.d. 6/10 og frekar láta hana bakast lengur, annars er hætta á að hún brenni.

4. Toppið að vild. Mér finnst mjög gott að setja veganjógúrt, möndlusmjör (ef mig vantar kalóríur), möndluflögur, 1 epli steikt upp úr olíu og kanil (tekur enga stund að láta það malla saman og nota sömu pönnuna um leið og pönnukakan er tilbúin), kókósmjöl, bláber og jarðarber, toppað með nokkrum kakónibbum og heslihnetum.

5. Ef ég á afgangshafrarjóma þá nota ég hann en ekki of mikið og alls ekki alltaf. Hann er meira svona extradekur stundum.