Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Bananabrauð með trönuberjum

1

Undirbúningstími: 15 mín / Eldunartími: 75 mín

Þetta er líklega uppáhalds bananabrauðið mitt. Fljótlegt og passar mínum lífstíl og sem bónus er það líka vegan

Stillið ofninn á blástur og 180 °C.

Stappið bananana vel

Setjið blauta hráefnið út í og blandið vel saman

Setjið þurrefnin út í og blandið og bætið loks út í valhnetum og trönuberjum.

Bakið í ca 70 mín eða þar til hægt er að stinga prjón í brauðið og hann kemur hreinn út.

Ég fann þessa uppskrift á Instagram og breytti henni aðeins. Tók út súkkulaði og setti inn trönuber. Hérna er linkur á upprunalegu uppskriftina. Ég nota mikið hugmyndir frá henni. Mæli eindregið með að skoða hvað that.veganbabe er að setja inn á Instagram.