Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

VeganBrúnkur

9

Undirbúningstími: 20 mín / Eldunartími: 20 mín

Mér finnst þessar algjört nammi. Það þarf ekki að baka þær en passa að leggja hneturnar lengi í bleyti. Vegan og sykurlausar. Ef það á að gera kökuna seinni partinn þá leggja hneturnar í bleyti að morgni, annars yfir nótt.

1. Leggja kashewhnetur og valhnetur í bleyti yfir nótt eða yfir daginn ef það á að gera kökuna að kvöldi, setja smá salt með.

2. Blanda saman hnetunum í matvinnsluvél og bæta svo út í döðlunum og blanda vel.

3. Bæta við möndlusmjörinu og blanda áfram.

4. Bæta við kakói og salti og blanda þar deigið verður mjúkt.

5. Setja í form og í kæli í klukkustund eða frysti í 20 mínútur

FROSTING:

1. Bræða kókósolíuna í örbylgjuofni

2. Hræra saman kakó, Agavesýrópi og hnetusmjöri. Mér finnst ágætt að nota gafall. Hræra þar til þetta er orðið vel blandað og mjúkt.

3. Hella yfir deigið.

4. Skreyta með saltflögum og brotnum valhnetum.

Geymist vel í ísskáp. Veit ekki hversu lengi, þar sem þetta hefur alltaf klárast innan sólarhrings hjá okkur.

Fékk uppskriftina hér